Laus úr gæsluvarðhaldi
 Fólkinu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna innbrots í Vogum um helgina, hefur verið sleppt. Telst rannsókn málsins lokið og er það að fullu upplýst. Við handtöku þeirra í Vogum fannst í biðreið þeirra þýfi úr fleiri innbrotum og beindist rannsóknin að því hvort fólkið tengdist innbrotum í Grindavík og Keflavík.
Fólkinu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna innbrots í Vogum um helgina, hefur verið sleppt. Telst rannsókn málsins lokið og er það að fullu upplýst. Við handtöku þeirra í Vogum fannst í biðreið þeirra þýfi úr fleiri innbrotum og beindist rannsóknin að því hvort fólkið tengdist innbrotum í Grindavík og Keflavík.  Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu, sem hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglan í Keflavík varð sjálf að hýsa fólkið á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, þar sem ekki var pláss í yfirfullum fangelsum landsins.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				