Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laun að styrkjast í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 7. nóvember 2013 kl. 22:42

Laun að styrkjast í Reykjanesbæ

Fleiri íbúar Reykjanesbæjar hafa nú laun yfir 400 þús. kr. á mánuði en í febrúar sl., samkvæmt könnunum sem MMR hefur gert fyrir Atvinnu- og hafnasvið Reykjanesbæjar.  Nú mælast 46,8% þeirra sem svöruðu í október vera með laun yfir 400 þús. kr. á mánuði en fjöldinn var 36,9% í mars sl.

Niðurstöður könnunarinnar í febrúar sl. sýndu að að rétt rúmur fjórðungur vinnandi fólks var með laun undir 250 þúsund krónum á mánuði. Nú telst rétt um fimmti hluti vinnandi íbúa með slík laun eða 21,6% um leið og atvinnulausum hefur fækkað úr 6,9% í 5,7%.

„Það er ánægjulegt að laun styrkist hér á svæðinu, sérstaklega þar sem þetta tengist aukningu í ferðaþjónustu,“ segir Árni Sigfússon í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

„Sú atvinnugrein hefur verið í mestri aukningu á þessu ári og greinilegt að menn treysta sér til að greiða betur en leit út fyrir sl. vetur,“ segir Árni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024