Latabæjar-Magnús með fyrirlestur í Virkjun á morgun
„Tækifærin eru þarna, grípum þau“
Þriðjudaginn 16. mars nk. kl. 17:00 býður Virkjun uppá skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur. Magnús Scheving , höfundur Latabæjar, flytur létt og skemmtilegt erindi um hugsunarhátt frumkvöðla, mikilvægi nýsköpunar og tækifærin sem eru allt í kringum okkur.
Áheyrendum gefst kostur á að spyrja Magnús um hvað eina sem þeim dettur í hug; allt frá Latabæ til Hvíta hússins í Washington en Magnús hóf m.a. nýlega samstarf við forsetafrú Bandaríkjanna; Michelle Obama við að hrinda af stað heilsuátaki á meðal barna í USA. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.