Lásu allt að 1700 blaðsíður í sumar
Starfsmenn bókasafnsins í Garði stóðu í sumar fyrir lestrarátaki meðal nemenda í Gerðaskóla, þar sem nemendur skólans voru hvattir til að lesa sem mest sér til ánægju.
Í síðustu viku voru nemendur skólans kallaðir á sal skólans af starfsmönnum bókasafnsins, sem veittu þátttakendum hinar ýmsu viðurkenningar.
Fjórir nemendur fengu sérstakar viðurkenningar en þeir lásu flestar blaðsíður í sumar. Þeir eru Amelía Björk Davíðsdóttir í 5. bk., Neil Einar Christian Einarsson í 7. bk., Bergsteinn Örn Ólafsson í 7. bk. og Friðrik Smári Bjarkason í 5. bk. Þessir nemendur lásu um 1000 til 1700 bls. í sumar. Nemendur fengu viðurkenningar fyrir dugnaðinn.
Alls voru 42 börn skráð í sumarlesturinn, aðeins færri en í fyrra. Fjórir heppnir þátttakendur hlutu einnig viðurkenningar en það voru Amelía Björk Davíðsdóttir í 5. bk., Emelía Hrönn Agullar í 3. bk., Neil Einar Christian Einarsson í 7. bk. og Tómas Poul Einarsson í 4. bk. Kvenfélagið Gefn gaf bókagjafir, segir á heimasíðu Gerðaskóla.