Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. nóvember 2002 kl. 23:40

Langur fundur í bæjarstjórn

Fundur í bæjarstjórn sem hófst klukkan 17:00 í dag lauk rétt um 23:00 og stóð hann því yfir í tæpar 5 klukkustundir. Á dagskrá fundarins voru 20 mál og sköpuðust miklar umræður um fjölmörg þeirra. Nokkur hiti var í bæjarfulltrúum í fjölmörgum málum og tóku margir til máls. Á fundinum voru meðal annars tillögur Sjálfstæðisflokks um breytingar á stjórnskipulagi Reykjanesbæjar, tillaga Sjálfstæðisflokks um framtíðarsýn, stefnu og meginverkefni 2002-2006 og tillaga Framsóknarflokksins um gerð styttu af hljómsveitinni Hljómum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024