Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Langtímahagsmunum verði ekki fórnað
Fimmtudagur 25. mars 2010 kl. 10:09

Langtímahagsmunum verði ekki fórnað


Grindavík ætlar að nýta náttúruverðmæti sveitarfélagsins sér og landsmönnum öllum til heilla með langtímamarkmið að leiðarljósi. Með  stofnun eldfjallagarðs eru verndar- og nýtingarmöguleikar sveitarfélagsins kortlagðir og línur lagðar um með hvaða hætti umgengni um Grindavíkurland verður þannig að langtímahagsmunum verði ekki fórnað vegna þekkingarleysis og skammtíma sjónarmiða.

Þetta kom fram í máli Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra í Grindavík, á málþingi um eldfjallagarð á Reykjanesi sem fram fór í Salnum í Kópavogi í gær. Hugmyndir um eldfjallagarðeða jarðminjagarð eru nú ræddar í sveitarfélögum á Suðvestur- og Suðurlandi. Hugmyndirnar ganga út á að þessir garðar verði hluti að stærra neti jarðminjagarða í Evrópu, European Geoparks, og muni sem slíkir hafa mikið aðdráttarafl sem verði góð viðbót við ferðaþjónustuna hér á landi.

Ólafur kom meðal annars inn á hugmyndir Grindvíkinga um svokallað auðlindahús í Grindavík sem muni hýsa blandaðan rekstur stjórnsýslu, rannsókna og menntunar. Þar verði upplýsingamiðstöð í tengslum við eldfjallagarðinn, stjórnsýsla auðlinda í Grindavík, eftirlit og rannsóknir á nýtingu auðlinda í Grindavík, bókasafn og menningarmiðstöð og safn um jarðvísindi. Í auðlindahúsinu yrði kennsla, ráðstefnur, framhaldsskóli og háskóli á sviði orku og jarðhita.

Ólafur sagði Grindavík hafa markað heildstæða yfirsýn varðandi nýtingu og verndum auðlinda og Grindavík væri fyrsta sveitarfélagið á landinu sem mótaði auðlindastefnu með þessum hætti.

Hann sagði Reykjanesið bjóða upp á allt sem prýða þyrfti eldfjallagarð enda væri svæðið opin bók um jarðfræði.
---


VFmynd/elg – Ólafur Örn Ólafsson kynnti hugmyndir Grindvíkinga um eldfjallagarð á málþinginu í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024