LANGT NEF Í BÆJARSTJÓRN
„Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur í umræðum sínum um skipulag „á lóð fyrir fjölnota íþróttahús við Flugvallarveg“ gefið íbúum langt nef“, sagði minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í bókun sinni vegna afgreiðslu Skipulags- og bygginganefndar á athugasemdum vegna auglýsts deiliskipulags fyrir„fjjölnota íþróttahús við Flugvalarveg“.Fjórar athugasemdir bárust og fengu þær allar sömu afgreiðslu í skipulagsnefndinni með þessum orðum: „Skipulags- og bygginarnefnd fær ekki séð að mótmælin hafi neinþau áhrif á auglýsta tillögu að nýju deiliskipulagi þannig að þau breyti afstöðu nefndarinnar til skipulagsins og fyrri afgreiðslu“.