Langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði
Á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar þann 27. nóvember sl. var farið yfir stöðuna á biðlistum eftir félagslegu húsnæði í Reykjanesbæ. 98 umsóknir eru á biðlista eftir almennum íbúðum og eru 67 umsóknir á biðlista eftir íbúðum aldraða.
Velferðarráð lagði einnig til að umsókn um stofnstyrk til bygginga nemendaíbúða á Ásbrú verði samþykkt þegar samþykki Keilis liggur fyrir um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar.