Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Langflestir keyra sjálfir út á Leifsstöð
Þriðjudagur 24. janúar 2012 kl. 09:33

Langflestir keyra sjálfir út á Leifsstöð


Í Stokkhólmi eru flugmálayfirvöld í miklum vanda vegna þess hve margir velja bílinn fram yfir almenningssamgöngur. Hér á landi er hlutfall ökumanna í hópi flugfarþega líklega miklu hærra en í sænska höfuðstaðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Átta af hverjum tíu lesendum Túrista fara oftast til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í einkabíl samkvæmt könnun síðunnar. Sjötti hver lesandi tekur rútuna og um fjögur prósent fara í leigubíl. Á sjötta hundrað svör fengust í könnuninni.

Ef niðurstöðurnar eru lýsandi fyrir ástandið hér á landi er sennilega leit að öðrum alþjóðlegum flugvelli þar sem álíka hátt hlutfall heimamanna kemur sér í flugið í einkabíl. Erlendir ferðamenn sem hingað koma auka vafalítið hlutfall rútufarþega þegar á heildina er litið.


Í Stokkhólmi standa flugmálayfirvöld frammi fyrir töluverðum vanda vegna vinsælda einkabílsins meðal farþega á Arlanda flugvelli. Þar keyrir þriðji hver farþegi bílinn sinn til og frá vellinum og fimmti hver tekur rútu eða leigubíl. Kolefnisútblásturinn frá þessari umferð er það mikill að brátt má ekki auka flugumferðina frá Arlanda fyrr en umhverfisvænni samgöngur, eins og lestir, hafa náð meiri útbreiðslu meðal farþeganna samkvæmt frétt Dagens Nyheter. Í dag tekur aðeins um fjórði hver farþegi lestina út á völl en unnið er að því að fjölga ferðum og gera þær ódýrari.

Þrátt fyrir hylli einkabílsins hér á landi þá eiga forsvarsmenn Isavia væntanlega ekki við sama vandamál að etja og þeir á Arlanda því nýverið var farið að bjóða flugfélögum niðurfellingu á lendinga- og farþegagjöldum í Keflavík í von um að fjölga farþegum og flugleiðum.