Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Langdrægasta farþegaþota heims æfir aðflug í Keflavík
Fimmtudagur 12. september 2002 kl. 21:59

Langdrægasta farþegaþota heims æfir aðflug í Keflavík

Meðfylgjandi mynd var tekin í ljósaskiptunum í kvöld á Keflavíkurflugvelli þar sem þessi Airbus A340-500 þota var við prófanir í lendingum í hliðarvindi. Þotan mun vera langdrægasta farþegaþota í heimi eða „ The Longest Range Aircraft in the World“ eins og stendur utan á skrokki vélarinnar.Þotan lenti nokkrum sinnum á norður-suður braut Keflavíkurflugvallar í nokkrum hliðarvindi, sem oft hefur þó verið meiri í Keflavík. Það er nefnilega allra veðra von í Keflavík og eflaust hafa sérfræðingar Airbus vonast eftir meira roki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024