Langar biðraðir við Reykjanesbaut í nótt vegna lokunar
Langar biðraðir mynduðust við Reykjanesbraut í nótt. Brautinni var lokað seint í gærkvöldi vegna ófærðar og þannig að sjómoksturstæki gætu athafnað sig við hreinsun vegarins. Grindavíkurvegi var lokað á sama tíma.
Á meðan lokuninni stóð safnaðist nokkuð af bílum beggja vegna brautarinnar. Það var helst umferð sem tengdist Keflavíkurflugvelli því nokkrar flugvélar komu til landsins í nótt og þá þurfti fólk að komast á flugvöllinn snemma í morgun.
Nú eru allir helstu vegir á Suðurnesjum færir en hálir. Þæfingur er á Vatnsleysuströnd og þar er unnið að mokstri. Lokað er frá Höfnum um Reykjanes til Grindavíkur en þar er einnig unnið að mokstri.