Landvernd andsnúin háspennulínu á Reykjanesi
Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn vegna áforma Hitaveitu Suðurnesja um háspennulínu á utanverðu Reykjanesi.
Það er mat stjórnar Landverndar að háspennulína vestan Sýrfells stingi í augu af nærfellt öllu svæðinu sem hefur hvað mest gildi vegna náttúrufars. Stjórnin telur að á grundvelli náttúruverndarhagsmuna sé æskilegast að halda sig við núgildandi áform um jarðstreng og háspennulínu. Í núgildandi áformum er gert ráð fyrir háspennulínu austan við Sýrfell að mörkum iðnaðarsvæðisins og að þaðan yrði lagður jarðstrengur að virkjunarhúsinu.
Í umsögninni kemur fram að stjórnin telur að ályktun framkvæmdaraðila þess efnis að ,,breytingar á legu háspennulínu muni ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustu og ekki hafa umtalsverð áhrif á upplifun ferðamanna þar“ byggi ekki á traustum grunni þar sem könnunin hafi ekki náð til ferðamannanna sjálfra.
Umsögnina má finna í heild sinni á www.landvernd.is
Það er mat stjórnar Landverndar að háspennulína vestan Sýrfells stingi í augu af nærfellt öllu svæðinu sem hefur hvað mest gildi vegna náttúrufars. Stjórnin telur að á grundvelli náttúruverndarhagsmuna sé æskilegast að halda sig við núgildandi áform um jarðstreng og háspennulínu. Í núgildandi áformum er gert ráð fyrir háspennulínu austan við Sýrfell að mörkum iðnaðarsvæðisins og að þaðan yrði lagður jarðstrengur að virkjunarhúsinu.
Í umsögninni kemur fram að stjórnin telur að ályktun framkvæmdaraðila þess efnis að ,,breytingar á legu háspennulínu muni ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustu og ekki hafa umtalsverð áhrif á upplifun ferðamanna þar“ byggi ekki á traustum grunni þar sem könnunin hafi ekki náð til ferðamannanna sjálfra.
Umsögnina má finna í heild sinni á www.landvernd.is