Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Landsþing Viðreisnar í Hljómahöll
Föstudagur 9. mars 2018 kl. 18:38

Landsþing Viðreisnar í Hljómahöll

Landsþing Viðreisnar er haldið í Hljómahöllinni Reykjanesbæ nú um helgina. Þingið hófst í dag og stendur til sunundags, þar sem félagsfólki gefst tækifæri til að móta stefnu Viðreisnar og kjörið verður í nýja stjórn og flokksforystu. 
 
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setti þingið nú áðan en í kjölfarið var skýrsla framkvæmdastjóra og ræða formanns ungliða. Nú stendur yfir málefnavinna en þinginu verður svo framhaldið á morgun. Þá verður áfram unnið í málefnavinnu og stefnuræða formanns verður flutt. Á sunnudag er svo stjórnarkjör og afgreiðsla á grunnstefnu Viðreisnar, svo eitthvað sé nefnt.
 
Myndirnar voru teknar við setningu landsþingsins nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi

 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024