Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið í Reykjanesbæ
Föstudagur 18. maí 2007 kl. 10:30

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið í Reykjanesbæ

Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur landsþing sitt í Reykjanesbæ dagana 18. og 19. maí. Landsþing SL eru haldin annað hvert ár og sækja tæplega 500 manns hvaðanæva af landinu þau og tengda viðburði.

Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir setningarathöfn þingsins sem fram fer í Íþróttahúsinu í Keflavík föstudaginn 18. maí, kl. 14.00.  

Á setningunni mun Hr. Ólafur Ragnar Grímsson ávarpa þingfulltrúa og aðra gesti.

Auk hefðbundins þinghalds verður margs konar dagskrá í boði fyrir þingfulltrúa sem og almenning í bænum.

Björgunarsveitir keppa í björgunarleikum sem fram fara víðs vegar um Reykjanesbæ á laugardaginn, almenningi gefst kostur á að reyna sig í þrautabraut, og fara í siglingu með Sæbjörginni, skipi Slysavarnaskóla sjómanna. Stór sýning á búnaði björgunarsveita verður við Duushús í Keflavík. Yngstu kynslóðinni er boðið á brúðuleiksýningu og samæfing björgunarskipa SL  og þyrlu Landhelgisgæslunnar verður utan við smábátahöfnina. Því er óhætt að segja félagar SL munu mála Reykjanesbæ rauðan meðan á landsþinginu stendur. Landsþinginu lýkur svo með árshátíð félagsins á laugardagskvöldinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024