Landsstjórnin: Vil gott samstarf við nýja ríkisstjórn í þágu okkar samfélags
„Atvinnuuppbyggingin skiptir okkur mestu máli. Við verðum að eiga áfram gott samstarf við stjórnvöld. Ég er vongóður um að svo verði. Við þokuðum álversmálum áfram þrátt fyrri ýmsar hindranir í ríkisstjórninni,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ aðspurður um viðbrögð við ástandinu í landsmálapólitíkinni og þeirri staðreynd að ríkisstjórnin hafi fallið.
„Á sama hátt er ég bjartsýnn á að okkur takist að fylgja því máli til enda. Ég vona að ný ríkisstjórn, bæði þessi starfsstjórn og sú sem tekur við eftir kosningar, hindri ekki framgang miklvægra atvinnuverkefna. Það er mikilvægt að önnur verkefni sem gætu skapað hér fleiri störf fái stuðning.
Ég vænti góðs af nýrri stjórn og vil gott samstarf í þágu okkar samfélags,“ segir Árni Sigfússon í samtali við Víkurfréttir.