Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landssöfnun RKÍ 9. september 2006
Fimmtudagur 7. september 2006 kl. 10:22

Landssöfnun RKÍ 9. september 2006

Á laugardaginn stendur Rauði kross Íslands fyrir landssöfnun undir kjörorðunum ,,Göngum til góðs“. Þúsundir sjálfboðaliða munu ganga í öll hús á landinu og safna framlögum. Söfnunin er tileinkuð börnum í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Söfnunarfé verður nýtt óskert til að bæta líf þeirra.  Hvert skref sem tekið er til að leggja þessu málefni lið skiptir máli, og viljum við því  biðja Suðurnesjamenn  að ganga með okkur til góðs á söfnunardaginn. Skráning er hafin á [email protected] eða í síma 420-4700 og 865-1346. Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild  
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024