Landsnet kynnir Suðvesturlínur
Landnet hefur hafið kynningu á matsáætlun vegna fyrirhugaðra Suðvesturlína og hefur í því skyni auglýst opin hús í Reykjanesbæ, Vogum og Hafnarfirði á næstunni,
Verkefnið er liður í endurnýjun og styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi.
Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Vinna við matið er hafin og tillaga að matsáætlun hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun.
Suðvesturlínur fela í sér endurnýjun meginflutningskerfis raforku frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnarfjörð og áfram út á Reykjanes. Meginflutningskerfið á Suðvesturlandi byggist á loftlínum en á nokkrum stöðum er gert ráð fyrir jarðstrengjum vegna tenginga við stórnotendur. Í heildina er um að ræða nýbyggingu á u.þ.b. 123 km af loftlínum og 17 km af endurnýjuðum línum. Nýjar tengingar orkunotenda og virkjana við meginflutningskerfið verða alls 34 km af loftlínum og 33 km af háspennustrengjum í jörðu.
Búið er að setja upp sérstaka heimasíðu vegna verkefnisins þar sem hægt er að kynna sér það nánar. Slóðin www.sudvesturlinur.is