Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landsnet framkvæmir fyrir um 900 milljónir
Stakkur, tengivirki Landsnets, sem mun rísa í Helguvík á árinu.
Föstudagur 5. júní 2015 kl. 08:05

Landsnet framkvæmir fyrir um 900 milljónir

– vegna Helguvíkur

Landsnet hefur undirritað samkomulag við Rafeyri um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í janúar 2016.

Nýja tengivirkið, sem fengið hefur nafnið Stakkur, er við hlið kísilvers United Silicon við Stakksbraut og hannað með hugsanlega stækkun í huga. Þrír 132 kílóvolta rofar verða í tengivirkinu og tveir spennar, annar sem tengist kísilverinu og hinn í eigu HS Veitna. Verkið felur í sér uppsetningu á þremur háspennurofum og öðrum háspennubúnaði í tengivirkinu. Samningurinn hljóðar upp á 129 milljónir króna og skal verkinu að fullu lokið í janúar 2016.

Íslenskair aðalverktakar (ÍAV) sjá um byggingu á Stakki, tengivirki Landsnets í Helguvík. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í árslok 2015.

Þá hefur Ístak hafið framkvæmdir við skurð fyrir jarðstreng frá tengivirki Landsnets á Fitjum og út í Helguvík.  Framkvæmdin er upp á 228 milljónir króna og mun standa yfir í sumar.

Í desember sl. var svo samið um jarðstrenginn sjálfan við þýska fyrirtækið Nexans. Hann varður lagður í skurðinn í sumar. Strengurinn kostar 1,3 milljónir Evra eða ríflega 190 milljónir króna.

Alls eru þetta framkvæmdir vegna raforkumála í Helguvík fyrir um 900 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024