Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Landsliðsvélin verður „öðruvísi“ og á eftir að koma á óvart
Þotan TF-ISX á Keflavíkurflugvelli áður en henni var flogið til Norwich þar sem hún fær nýtt útlit.
Þriðjudagur 29. maí 2018 kl. 06:00

Landsliðsvélin verður „öðruvísi“ og á eftir að koma á óvart

Icelandair hefur sent eina af þotum sínum til Norwich á Bretlandseyjum þar sem hún verður máluð. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að vélin verður notuð til að flytja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á HM í Rússlandi, þegar hún kemur til baka úr málningarvinnunni.
 
Þotan, sem er af gerðinni Boeing 757-300 og ber einkennisstafina TF-ISX, verður „öðruvísi“ svo vitnað sé í heimildir og á eftir að koma á óvart. 
 
Þotan verður þá þriðja þota Icelandair sem fær einstakt útlit. Fyrsta vélin var Hekla Aurora í norðurljósabúningi. Önnur vélin var Vatnajökull. Vélin var handmáluð í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair og sækir innblástur í konung íslenskra jökla sem gnæfir yfir suðaustur horninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024