Landslið skemmtikrafta í Reykjanesbæ
Styrktartónleikar fyrir Björgvin Arnar
Hetjan Björgvin Arnar er látinn. Sjúdómurinn er búinn að leggja hann að velli, hetjuna okkar hann Björgvin Arnar. Björgvin var 6 ára og greindist fyrr á þessu ári með afar sjaldgæfan genasjúkdóm sem kallast „gelephysic displasia.“ Sjúkdómurinn er ólæknandi en undanfarna mánuði og vikur hefur Björgvini hrakað mikið og kvaddi hann okkur þann 26. Ágúst síðastliðinn.
Björgvin á eftir að verða partur af sögunni þar sem sjúkrasaga hans er mikið innlegg í mögulegar rannsóknir á þessum hræðilega sjúkdómi
Fjáröflunin sem fór af stað fyrir viku til styrktar Ásdísi Gottskálksdóttur og syni hennar Björgvini Arnari hefur gengið framar vonum og verður engin breyting á að fjölskylduskemmtun til styrktar Ásdísi, og til minningar um hetjuna okkar Björgvin verður haldin sunnudaginn 1. Sept. Þar kemur fram margir af bestu listamönnum þjóðarinnar en skemmtunin fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut Reykjanesbæ í báðum sölum og hefst klukkan 14:00. Miðaverð aðeins 1000 kr. Frítt fyrir börn 6 ára og yngri.
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur 0542-14-60000.
Hér að neðan má sjá uppröðun atriða á sunnudag.
Sr. Skúli sóknarprestur setur skemmtunina kl 14:00
Friðrik Dór og JJ
Sveppi og Villi
Danskompaníið
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Eiríkur Fjalar
Ingó Veðurguð
Latibær
Bríet Sunna 1 lag og stelpur úr söngskólanum
Valdimar
Erpur
Björgvin Halldórsson lýkur skemmtuninni með tveimur lögum, Skýið og Minning.