Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Landsbankinn styrkir tvo íþróttamenn af Suðurnesjum
Laugardagur 3. maí 2014 kl. 07:03

Landsbankinn styrkir tvo íþróttamenn af Suðurnesjum

Ellefu framúrskarandi íþróttamenn fengu í vikunni úthlutað þremur milljónum króna  í afreksstyrki  úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fjórir fengu 400.000 króna styrk, en þeir eru allir í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og sjö afreksmenn framtíðarinnar fengu 200.000 króna styrk hver. Þetta er í annað sinn sem Landsbankinn veitir afreksstyrki undir þessum formerkjum og bárust nú 177 umsóknir um þá. Af þessum ellefu íþróttamönnum koma tveir frá Suðurnesjum.
 
Markmið styrkjanna er að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklings- eða paraíþróttir. Styrkirnar dreifast mjög vel milli íþróttagreina og félaga. Allir styrkþegar hafa náð langt og geta státað af framúrskarandi árangri bæði innanlands og á erlendum vettvangi.
 
Íris Ósk Hilmarsdóttir, sundkona í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar 
Íris Ósk er þrefaldur Norðurlandameistari þar sem hún varð Norðurlandameistari Æskunnar í júlí 2012, Norðurlandameistari Unglinga í desember 2012 og síðan Norðurlandameistari Unglinga í desember 2013. Íris Ósk náði lágmörkum inná Evrópumót fullorðinna í 25 metra laug á ÍM25 í nóvember sl. Hún varð 18faldur Íslandsmeistari árið 2013 þar sem hún vann 8 gull á Unglingameistaramóti Íslands í flokki 15-17 ára auk þess að vera stigahæst, hún vann 9 gull á Aldursflokkamóti Íslands í flokki 15 ára þar sem hún var líka stigahæst í sínum flokki og vann 1 Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki á ÍM25. 
 
Hún stefnir á að ná inn á Olympiuleika unglinga sem haldnir verða í Kína þar sem hún er búin að ná B-lágmörkum og mjög nálægt A lágmörkum en á Olympíuleikum unglinga í sundi eru keppendur fæddir árið 1996-1999 en íris Ósk er fædd árið 1998.  Til framtíðar þá er stefnan sett á heimsmeistaramót unglinga árið 2015 og  framhaldi af hefst vinna við að reyna að ná inná Olympíuleikana 2016.
 
 
Kristmundur Gíslason, taekwondomaður í Íþrótta- og ungmennafélagi Keflavíkur 
Kristmundur Gíslason er núverandi íþróttakarl Keflavíkur og einn besti taekwodno keppandi landsins. Hann stefnir á Evrópumót U-21 í sumar og hefur m.a. unnið alþjóðleg mót eins og opna Skoska meistaramótið og verið í 5. sæti á Heimsmeistarmóti unglinga. 
 
• Reykjavík International Games – Gull í bardaga
• Reykjavík International Games – Brons í tækni
• Maður mótsins á Reykjavíkurleikunum 
• Íþróttakarl Keflavíkur 
• Taekwondokarl Keflavíkur
• Bikarmót 2 – Gull í bardaga
• Bikarmót 1 – Gull í bardaga
• Íslandsmót í bardaga – gull í +78kg flokki
• Íslandsmót í bardaga – sigraði liðakeppnina
• Íslandsmót í tækni – sigraði liðakeppnina
• Millenium Open – Brons í -87kg
• EM -21 – Tók þátt
• Scottish Open – Gull í bardaga
• Scottish Open – Brons í einstaklingstækni
• Scottish Open – Silfur í hópatækni
• Taekwondomaður ársins
• Bikarmót TKÍ 3 2012- Gull í Bardaga
• Heimsmeistaramót unglinga Egyptaland – 5.-8. sæti
• Scottish Open 2012 unglingaflokkur - Gull
• Scottish Oen 2012 fullorðinsfókkur – Brons

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024