Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landsbankinn og Þróttur í Vogum framlengja samstarfssamning
Laugardagur 18. febrúar 2012 kl. 12:53

Landsbankinn og Þróttur í Vogum framlengja samstarfssamning


Knattspyrnudeild Þróttar Vogum og Landsbankinn hafa framlengt samning sinn til eins árs en skrifað var undir samninginn í íþróttahúsinu Vogum fyrir helgi.

Landsbankinn verður stærsti samstarfsaðili knattspyrnudeildarinnar líkt og síðustu ár en Landsbankinn hefur lagt áherslu á að vera í góðum tengslum við íþróttahreyfinguna á Suðurnesjum.

Landsbankinn er með öflugt útibú í Vogunum en þjónustustjóri í Vogunum er Svanborg Svansdóttir. Fram kom í gær að báðir aðilar vænta mikils af samstarfinu.



Við þetta sama tilefni skrifuðu nokkrir leikmenn undir samninga við Þrótt Vogum.

Arnar Smárason, Reynir Þór Valsson, Hannes Smárason og Haukur Harðarsson.

Þeir koma frá KV, Víðir, Njarðvík og Hannes skrifaði undir nýjann samning við félagið.

Á þessu ári verður félagið 80  ára og er félagið að fara taka í notkun nýja og glæsilega keppnis og æfingaaðstöðu. Ætlar félagið sér því stóra hluti á þessu ári.

Þjálfari liðsins er Jón Kristjánsson.


Á myndinni eru Marteinn Ægisson , formaður knattspyrnudeildar, og Einar Hannesson, útibússtjóri í Reykjanesbæ, við undirskrift samningsins. Einnig á myndinni er Svanborg þjónustustjóri í Vogunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024