Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:21

LANDSBANKINN: HJÁLMAR HÆTTIR

Hjálmar fluttist til Keflavíkur frá Siglufirði fyrir 27 árum. Á Siglufirði hafði Hjálmar m.a. verið skrifstofustjóri hjá Kaupfélaginu, auk þess að stunda eigin rekstur um tíma. Hann starfaði síðan í tvö ár hjá Esso í Danmörku við akstur olíubifreiðar um þvert og endilangt Sjáland. Hjálmar byrjaði hjá Samvinnutryggingum í Keflavík snemma árs 1972, þá sem tryggingafulltrúi, varð síðan skrifstofustjóri Samvinnubankans í Keflavík og útibússtjóri 1978. Í nóvemberbyrjun 1992 hóf Hjálmar störf sem útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði og hefur hann gengt því starfi allt til dagsins í dag. Hjálmar lætur nú af störfum vegna aldurs en hann verður 65 ára á árinu. Hjálmar hefur verið farsæll í starfi og vel liðinn af samstarfsfólki og viðskiptamönnum bankans. Síðasti vinnudagur Hjálmars í útibúinu verður föstudagurinn 29.október.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024