Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landsbankinn fundar með Suðurnesjamönnum í kvöld
Mánudagur 14. febrúar 2011 kl. 15:55

Landsbankinn fundar með Suðurnesjamönnum í kvöld

Opinn fundur með nýjum stjórnendum Landsbankans verður í Duushúsum í Reykjanesbæ í kvöld, mánudaginn 14. febrúar, kl. 20:00.
Á fundinum munu nýir stjórnendur bankans kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn ásamt þeim breytingum sem hafa orðið og aðgerðalista næstu mánaða.

Í auglýsingu frá Landsbankanum í Víkurfréttum sl. fimmtudag óskar bankinn eftir því að fá að hlusta eftir skoðunum og viðbrögðum almennings, eiganda bankans, til að efla bankann enn frekar.

Skráning á fundinn í kvöld fer fram á landsbankinn.is og í síma 410 4000 og eru allir velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd: Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.