Landnámsdýragarður opnar við Víkingaheima 1. maí
Landnámsdýragarðurinn verður opinn frá og með sunnudeginum 1.maí frá kl 11-17 og eftir það verður hann opinn alla daga á sama tíma fram til 1. ágúst nk.
Enginn aðgangseyrir og frábær upplifun fyrir unga sem aldna. Reiknað er með að settur verði upp úti sveitamarkaður 17. júni og eru áhugasamir þátttakendur beðnir um að hafa samband við bæjarskrifstofur í síma 421-6700.