Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Landnámsdýragarðinum lokað í sumar vegna rekstrarkostnaðar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 25. júní 2019 kl. 18:19

Landnámsdýragarðinum lokað í sumar vegna rekstrarkostnaðar

Landnámsdýragarðinum í Reykjanesbæ hefur verið lokað þar sem eftir lifir sumars. Dýrin hafa verið flutt annað. Dýragarðurinn var opnaður snemma í maí og hefur verið opinn daglega þar til 22. júní sl. að honum var lokað.

Íbúar eru undrandi á þeirri ákvörðun að loka dýragarðinum, sem hefur verið vinsæll hjá yngsti kynslóðinni. Það var þó ljóst þegar Reykjanesbær opnaði garðinn í vor að dýragarðurinn yrði aðeins opinn til 22. júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir spurðust fyrir um ástæður þess að dýragarðinum hafi verið lokað.

„Undir lok síðasta árs stóð til að loka Landnámsdýragarðinum. Hann hafði fram til þessa árs verið rekinn með fjármagni menningarmála, en menningaráð ákvað undir lok síðasta árs að fjármagna reksturinn ekki lengur, fannst hann ekki eiga heima undir menningarmálum. Umhverfissvið tók þá yfir reksturinn, en ljóst var í upphafi að opnunartíma yrði að stytta vegna rekstrarkostnaðar,“ segir í skriflegu svari sem barst frá Reykjanesbæ við fyrirspurn blaðsins.