Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 10. júní 2003 kl. 09:42

Landnámsbærinn Vogur í Höfnum

Árið 2002 fundust leifar af landnámsskála á túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju sem aldrei í manna minnum hafði verið annað og meira en tún. Við rannsóknir kom í ljós að þessi bústaður er ekki yngri en frá því árið 900 sem er fornt á íslenskan mælikvarða en Ari fróði greinir svo frá að Ingólfur Arnarsson hafi fyrstur numið land, í Reykjavík, árið 870. Við jarðsjámælingar kom í ljós um 18 metra langur og um 6 til 8 metra breiður skáli. Auk þess má sjá þrjú minni hús austan við skálann og tvær óljósar rústir vestan og norðvestan af skálanum. Þessar niðurstöður rýma ágætlega við þá mynd sem fornleifafræðingar hafa gert sér af fyrstu bústöðum í landinu.Almenningi gefst kostur á að skoða einstakar myndir sem komu í ljós við jarðsármálingar. Litmyndin sýnir túlkun Tim Horsley á þeim gögnum sem hann fékk úr mælitækjum sínum. Rauði, græni og blái liturinn vísar til breytingar í mælunum sem sýna að jarðvegurinn er raskaður sem er sterk vísbending um að þar séu mannvistarleifar. Svörtu og gráu litirnir sýna hins vegar jarðlögin sjálf og líklega er þar ekki að finna mannvistarleifar þótt ekki verði fullyrt um það án frekari rannsókna.

Að rannsóknunum stóðu Reykjanesbær og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur.

Verkefnið naut styrkjar frá Hótel Keflavík.

Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024