Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Landinn í ferðahug
Mánudagur 14. júlí 2014 kl. 14:47

Landinn í ferðahug

Mikil aukning í utanlandsferðum Íslendinga

Alls flugu 41.163 Íslendingar frá Keflavíkurflugvelli í júnímánuði. Það er töluverð fjölgun frá sama tíma í fyrra og mesti farþegafjöldi í einum mánuði síðan fyrir hrun. Frá þessu er greint á vefsíðu Túrista.

Utanlandsferðum Íslendinga hefur fjölgað umtalsvert það sem af er ári. Á fyrri helmingi síðasta árs innrituðu ríflega 170 þúsund Íslendingar sig í flug á Keflavíkurflugvelli en á sama tíma í ár var fjöldinn 185 þúsund samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í júní fjölgaði íslenskum farþegum um nærri fimm þúsund miðað við sama tíma í fyrra og voru þeir 41.163 talsins. Til að finna annan eins fjölda íslenskra farþega í einum mánuði þarf að leita aftur til júlí árið 2008. En árin fyrir hrun náði ferðagleði landans hámarki og fóru nærri 470 þúsund Íslendingar um Leifsstöð árið 2007 eða 105 þúsund fleiri en allt árið í fyrra.
Nítján flugfélög

Public deli
Public deli

Í síðasta mánuði voru farnar meira en fimmtán hundruð áætlunarferðir frá Keflavík til útlanda samkvæmt talningu Túrista. Að jafnaði voru þá í boði fimmtíu og ein ferð á dag og sáu nítján flugfélög um millilandaflugið. Ferðunum og félögunum hefur fjölgað hratt síðustu tvö ár því í júní árið 2012 voru flugfélögin fimmtán talsins og daglega voru í boði fjörtíu ferðir.