Landhelgisgæslan til Keflavíkurflugvallar?
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á borgarafundinum í Stapa í kvöld að þrjú fyrirtæki og stofnanir myndu leika lykilhlutverk yfirtöku á aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Í fyrsta lagi Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., sem væri mjög vel statt og fjárhagslega öflugt og hefði fulla burði til að taka yfir ýmislegt sem lykti að rekstri Keflavíkurflugvallar, svo sem rekstur flugbrauta og slökkviliðs.
Þá sagði Halldór að Landhelgisgæslan kæmi til með að gegna stóru hlutverki við þessar aðstæður. Stórefla þurfi flugflotann og sem betur fer hefði verið búið að ákveða að kaupa nýtt skip og hugsanlega flugvél.
Nú væri ljóst að starfsemi Landhelgisgæslunnar þyrfti að aukast verulega og starfsemin yrði að verulegu leyti, hugsanlega að öllu leyti, á flugvallarsvæðinu. Sagði Halldór, að þetta væri nauðsynlegt vegna þess að aðstæður væru ekki nógu góðar þar sem Landhelgisgæslan væri nú og einnig væri þetta nauðsynlegt vegna öryggis flugvallarins.
Loks sagði Halldór að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli muni leika lykilhlutverk og hugsanlega verði þessi embætti sameinuð eða samvinna þeirra aukin verulega.
www.mbl.is greindi frá.
Þá sagði Halldór að Landhelgisgæslan kæmi til með að gegna stóru hlutverki við þessar aðstæður. Stórefla þurfi flugflotann og sem betur fer hefði verið búið að ákveða að kaupa nýtt skip og hugsanlega flugvél.
Nú væri ljóst að starfsemi Landhelgisgæslunnar þyrfti að aukast verulega og starfsemin yrði að verulegu leyti, hugsanlega að öllu leyti, á flugvallarsvæðinu. Sagði Halldór, að þetta væri nauðsynlegt vegna þess að aðstæður væru ekki nógu góðar þar sem Landhelgisgæslan væri nú og einnig væri þetta nauðsynlegt vegna öryggis flugvallarins.
Loks sagði Halldór að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli muni leika lykilhlutverk og hugsanlega verði þessi embætti sameinuð eða samvinna þeirra aukin verulega.
www.mbl.is greindi frá.