Fréttir

Landhelgisgæslan mátar Keflavíkurhöfn
Sunnudagur 8. maí 2011 kl. 14:40

Landhelgisgæslan mátar Keflavíkurhöfn

Umræðan um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar er hávær þessa dagana, enda mælir allt með því að flytja þessa mikilvægu ríkisstofnun til svæðisins, nema kannski innanríkisráðherra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Glöggir hafa tekið eftir því að marga undanfarna daga hefur varðskipið Ægir verið skammt undan landi utan við Keflavík og þá hefur sjómælingabáturinn Baldur frá Landhelgisgæslunni verið að máta Keflavíkurhöfn síðustu daga. Meðfylgjandi myndir eru af Baldri, annars vegar þegar hann var í höfninni og hins vegar þegar hann hélt til hafs að nýju.

VF-myndir: Hilmar Bragi