Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Landhelgisgæslan hvetur eigendur skipa og báta að huga að þeim vegna veðurútlits
Frá Sandgerði árið 1983 eftir að óveður gekk yfir.
Mánudagur 9. desember 2019 kl. 15:16

Landhelgisgæslan hvetur eigendur skipa og báta að huga að þeim vegna veðurútlits

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á afar slæmri veðurspá næstu daga samhliða stækkandi straumi, en stórstreymt verður á föstudaginn. Stormviðvörun er í gildi fyrir öll spásvæði á miðum og djúpum umhverfis landið.

Á morgun og á miðvikudag er gert ráð fyrir norðan roki og sums staðar ofsaveðri. Þá gera útreikningar öldulíkana ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Landhelgisgæslan bendir á að öldu- og vindáhlaðandi, samfara þeim lága loftþrýstingi sem spáð er, geti bætt talsvert við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefa til kynna, sérstaklega þar sem vindur stendur á land. Landhelgisgæslan hvetur því eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum til að huga að þeim við þessar aðstæður.

Dubliner
Dubliner