Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Landhelgisgæslan eyðir 500 handsprengjum
Fimmtudagur 16. desember 2004 kl. 10:17

Landhelgisgæslan eyðir 500 handsprengjum

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fékk það verkefni á þriðjudag að eyða 500 handsprengjum fyrir Varnarliðið.
Handsprengjurnar höfðu skemmst í geymslum Varnarliðsins og þurfti að eyða þeim.  Það var gert með tveimur sprengingum en alls var rúmlega 150 kílóum af sprengiefni eytt.

Eins og kunnugt er gerðu Landhelgisgæslan og Varnarliðið samning um að sprengjudeild Landhelgisgæslunnar sæi alfarið um sprengjueyðingu fyrir Varnarliðið fyrir rúmlega 4 árum síðan. Að því best er vitað er það einsdæmi að bandaríski herinn sæki slíka þjónustu til borgaralegrar stofnunar.

Mynd: Sigurður Ásgrímsson sérfræðingur á sprengideild Landhelgisgæslunnar með sprengjurnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024