Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Landhelgisgæslan er ekki að fara í Skagafjörðinn
Mánudagur 15. desember 2014 kl. 22:53

Landhelgisgæslan er ekki að fara í Skagafjörðinn

„Ég held að ákveðinn þingmaður stjórnarandstöðunnar í Suðurkjördæmi sé að oftúlka fréttir um skýrslu norðvestur-nefndarinnar alræmdu. Það stendur ekki til að flytja Landhelgisgæsluna í Skagafjörðinn,“ segir Silda Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fésbókarsíðu sinn í kvöld. Þar er Silja Dögg að bregðast við föstum skotum frá Oddnýju Harðardóttir alþingiskonu Samfylkingar í Suðurkjördæmi, sem hefur látið fréttir af hugmyndum um flutning Landhelgisgæslunnar norður til sín taka.

„Nefndin skilaði einungis tillögum og alls óvíst hvað verður um þær. Þess fyrir utan þá er það mín skoðun að við ættum að hugsa okkur tvisvar um þegar slíkar nefndir eru settar á stofn vítt og breytt um landið. Veit ekki hvort það sé vænleg leið til árangurs,“ segir Silja að endingu.

Silja Dögg sá einnig ástæðu til að taka þátt í umræðunni á fésbókarsíðu Oddnýjar og segir þar: „Landhelgisgæslan er ekki að fara í Skagafjörðinn. Þessi nefnd skilaði tillögum og thats it! Þú veist líka mætavel Oddný að stjórnarþingmenn vildu ekkert frekar en að setja fjármagn í Helguvíkurhöfn. ESA reglur um opinberan stuðning setja ríkisvaldinu þröngar skorður um með hvaða hætti slíkur stuðningur má vera til að teljast lögmætur. Núverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín, hefur [unnið] markvisst að málinu síðan hún tók við ráðuneytinu og vonandi finnst viðunandi lausn innan tíðar. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að Isavia greiði 500 mkr. arð til ríkisins sem síðan fari til uppbyggingar innanlandsflugvalla um allt land. Mér þykir þú komast að ansi langsóttum niðurstöðum og vona að umræðan verði málefnalegri í framtíðinni.“

Public deli
Public deli