Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Landhelgisgæslan aðstoðaði Bláa herinn
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 16. október 2019 kl. 14:27

Landhelgisgæslan aðstoðaði Bláa herinn

Pólskir dugnaðarforkar hreinsuðu 1200 kg. af rusli úr Húshólma.

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar á TF-LÍF kom Bláa hernum til aðstoðar í gærdag. Verkefni dagsins var að sækja sautján troðfulla sekki af fjörurusli sem nokkrir pólskir einstaklingar höfðu fyllt í nokkrum ferðum í Húshólma í landi Grindavíkur.

Blái herinn lagði þessum pólsku dugnaðarforkum til sekki undir ruslið og hafði vilyrði frá Landhelgisgæslunni um að flytja sekkina upp að þjóðvegi en ruslið var á stað þar sem ekkert farartæki kemst að á landi.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Þyrlan flaug fimm ferðir til að flytja sekkina sautján í gám en samtals var um að ræða 1200 kg. af rusli

„Hreinsum Ísland - Gerum þetta saman“ verkefnið var þarna í sinni fullkomnu mynd segir Tómas Knútsson foringi Bláa hersins sem vill koma á framfæri kærum þökkum til Landhelgisgæslunnar, Davíðs Sigurþórssonar, Grindavíkurbæjar, HP Gáma og samvinnu Póllands og Íslands.







Myndir frá Bláa hernum.