Landgangurinn við Leifsstöð rifinn
Gert er ráð fyrir að byrjað verði að rífa landgang flugstöðvarinnar þriðjudaginn 21. febrúar þegar búið verður að koma fyrir „stokki“ eða bráðabirgðalandgangi til hliðar, ofan á gólfplötu 2. hæðar nýrrar viðbyggingar, fyrir farþega sem eru á leið úr landi eða inn í landið. Gamli landgangurinn verður fjarlægður á um 40 metra kafla næst flugstöðinni til að skapa rými fyrir viðbygginguna. Jafnframt verður leið farangursvagna breytt og þeim ekið eftir gólfplötu 1. hæðar nýbyggingarinnar út á flughlöðin.
Hafnar eru framkvæmdir við að byggja yfir gönguleiðir milli flugstöðvarinnar og langtímastæða fyrir bíla. Þá eru hafnar framkvæmdir við loftstokk í suðvesturhorni 1. hæðar (nálægt söluskrifstofu Icelandair við innritunarsal). Starfsfólk verður óhjákvæmilega fyrir einhverjum óþægindum meðan þetta gengur yfir en slíkt tilheyrir, því miður.
Hafnar eru framkvæmdir við að byggja yfir gönguleiðir milli flugstöðvarinnar og langtímastæða fyrir bíla. Þá eru hafnar framkvæmdir við loftstokk í suðvesturhorni 1. hæðar (nálægt söluskrifstofu Icelandair við innritunarsal). Starfsfólk verður óhjákvæmilega fyrir einhverjum óþægindum meðan þetta gengur yfir en slíkt tilheyrir, því miður.