Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 3. desember 2002 kl. 08:20

Landfestar voru farnar að slitna

Björgunarsveit og áhafnir þriggja fiskiskipa voru kallaðar út í Reykjanesbæ undir morgun, þar sem landfestar skipanna voru farnar að slitna. Eitt skipanna var komið frá bryggjunni að aftan. Þá komst sjór ofan í einn bát en vélstjórinn náði að dæla honum upp aftur. Björgunarsveitarmenn eru sjómönnum til aðstoðar og er hættuástandið liðið hjá. Vakt verður í skipunum til öryggis. Sjór gengur yfir varnargarðinn við smábátahöfnina og bátana þar en ekki er vitað um tjón. Bylgjan greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024