Landeigendur í Garði lækki lóðarleigu
Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að skora á landeigendur í Gerðahreppi að taka upp sömu stefnu varaðndi innheimtu á lóðarleigu og hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt þ.e. að innheimta 1 % af fasteignamati lóðar í stað ákvæða um viðmiðun við ákveðinn launataxta. Taki landeigendur upp sömu stefnu og hreppsnefnd mun lóðarleiga ækka um allt að helming hjá flestum leigutökum lóða. Hreppsnefnd samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir við stjórn Landeigendafélags Gerðahrepps að félagið taki upp sömu stefnu varðandi innheimtu lóðarleigu í óskiptunni og hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt þ.e. að innheimta 1 % af fasteignamati lóðar í stað ákvæða um viðmiðun við ákveðinn launataxta.
Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að skora á landeigendur Gerða að fella niður lóðarleigu á skólalóðinni við Gerðaskóla. Samkvæmt athugun, sem byggingafulltrúi hefur framkvæmt þarf ekkert sveitarfélag á Suðurnesjum fyrir utan Gerðahrepp að greiða lóðarleigu vegna skólalóðar.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sitja hjá.
Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að skora á landeigendur Gerða að fella niður lóðarleigu á skólalóðinni við Gerðaskóla. Samkvæmt athugun, sem byggingafulltrúi hefur framkvæmt þarf ekkert sveitarfélag á Suðurnesjum fyrir utan Gerðahrepp að greiða lóðarleigu vegna skólalóðar.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sitja hjá.