Mánudagur 19. apríl 2004 kl. 09:31
Lamdi og hékk í lögreglubifreið
Rétt eftir miðnætti á laugardag handtók lögreglan í Keflavík mann sem hafði lamið í lögreglubifreið og hangið í henni þegar henni var ekið framhjá manninum. Var maðurinn mjög æstur og ölvaður og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta. Var maðurinn vistaður í fangageymslu.