Lagt hald á fíkniefni á skemmtistað í Reykjanesbæ
Á næturvakt lögreglunnar voru tveir ökumenn kærðir fyrir meinta ölvun við akstur.
Á venjulegu lögreglueftirliti á skemmtistað í Keflavík var lagt hald á lítilræði af meintu fíkniefni, amfetamín, sem tekið var af einum gestanna og verður hann kærður fyrir vörslu þess.
Á næturvaktinni voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Einn þeirra var mældur á 119 km, tveir á 115 km og einn á 112 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Njarðarbraut, þar sem hann var mældur á 87 km hraða þar sem leyfður hraði er 60 km.
VF-mynd úr safni.
Á venjulegu lögreglueftirliti á skemmtistað í Keflavík var lagt hald á lítilræði af meintu fíkniefni, amfetamín, sem tekið var af einum gestanna og verður hann kærður fyrir vörslu þess.
Á næturvaktinni voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Einn þeirra var mældur á 119 km, tveir á 115 km og einn á 112 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Njarðarbraut, þar sem hann var mældur á 87 km hraða þar sem leyfður hraði er 60 km.
VF-mynd úr safni.