Lagningu Suðurstrandarvegar frestað
„Lagning Suðurstrandarvegar var meðal þeirra röksemda sem færðar voru fyrir kjördæmabreytingunni og hefði orðið til þess að tengja betur Suðurnes og Suðurland. Því eru það mikil vonbrigði að lagningu vegarins hafi verið frestað,“ segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Selfossi í samtali við Fréttablaðið í dag. Suðurstrandarvegur kemur til með að leysa núverandi Krísuvíkurleið af hólmi en sú leið hefur þótt nokkuð löng og vegurinn alls ekki nógu góður. Með nýjum vegi, sem að hluta til myndi liggja á nýjum stað og nær sjónum, yrðu samgöngur á milli Suðurnesja og Suðurlands allt aðrar og betri en áður. „Fyrir utan hvað þetta yrði skemmtilegur útsýnishringur þá myndi nýr vegur þarna skipta ferðaþjónustuna hér á svæðinu miklu máli. Við kæmumst í beint samband við flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Einar Njálsson.
Suðurstrandarvegur var á langtímavegaáætlun Vegagerðarinnar og átti að byggjast á árunum 2004-2006. Þeim áætlunum hefur nú verið slegið á frest og óvíst hvenær af verður:„Þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir bæjarstjórinn.
Suðurstrandarvegur var á langtímavegaáætlun Vegagerðarinnar og átti að byggjast á árunum 2004-2006. Þeim áætlunum hefur nú verið slegið á frest og óvíst hvenær af verður:„Þetta eru vissulega vonbrigði,“ segir bæjarstjórinn.