Lagning Suðurnesjalínu 2 fær framkvæmdaleyfi
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt Landsneti framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Um er að ræða um 7,45km 220 kw. raflínu í landi Reykjanesbæjar í samræmi við valkost C í mati á umhverfisáhrifum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið en lega raflínunnar samræmist aðalskipulagi.
Með umsókninni fylgdu einnig jarðvárskýrsla og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.