Lágmarksþjónusta á vf.is - Flensa herjar á blaðamenn
Flensa hefur herjað á blaðamenn Víkurfrétta síðustu tvo sólarhringa með þeim afleiðingum að rólegra hefur verið yfir netsíðunni vf.is en lesendur eiga að venjast. Hafa blaðamenn því eingöngu reynt að halda uppi lágmarksþjónustu á vefnum á milli þess sem þeir reyna að ná úr sér hita, hálsbólgu og beinverkjum.
Elstu menn á Víkurfréttum muna vart annað eins heilsuleysi í einni deild fyrirtækisins. Þrátt fyrir þennan heilsubrest fréttadeildarinnar er staðin fréttavakt allan sólarhringinn við símann 898 2222. Fólk er því hvatt til að koma með ábendingar um góðar eða áhugaverðar fréttir og er fullvissað um það að flensan smitast ekki í gegnum síma!
Elstu menn á Víkurfréttum muna vart annað eins heilsuleysi í einni deild fyrirtækisins. Þrátt fyrir þennan heilsubrest fréttadeildarinnar er staðin fréttavakt allan sólarhringinn við símann 898 2222. Fólk er því hvatt til að koma með ábendingar um góðar eða áhugaverðar fréttir og er fullvissað um það að flensan smitast ekki í gegnum síma!