Lagið Ljóssins englar Ljósalagið 2003
Lagið Ljóssins Englar eftir Magnús Kjartansson tónlistarmann var valið Ljósalagið 2003 á Ljósalagskeppninni sem fram fór í gærkvöldi. Lagið Ljóssins Englar tileinkar Magnús mágkonu sinni Jónínu Guðjónsdóttur. Rut Reginalds flutti lagið, en í ár fagnar Rut 30 ára söngafmæli en hún kom fyrst opinberlega fram í Skrúðgarðinum með Magnúsi Kjartanssyni árið 1973. Texta við lagið gerði Kristján Hreinsson. Í öðru sæti var lagið Bæði úti og inni eftir Valgeir Guðjónsson og í þriðja sæti varð lag Heru Hjartardóttur Dimmalimm. Geisladiskur með lögunum sem tóku þátt í Ljósalagskeppninni er nú til sölu og sér Ungmennafélagið Njarðvík um sölu á disknum.
VF-ljósmynd/Pket: Rut Reginalds flytur sigurlagið Ljóssins Englar á Ljósalagskeppninni sem fram fór í gærkvöldi.
VF-ljósmynd/Pket: Rut Reginalds flytur sigurlagið Ljóssins Englar á Ljósalagskeppninni sem fram fór í gærkvöldi.