Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagið Grief komið í 2. sæti
Föstudagur 2. apríl 2004 kl. 14:14

Lagið Grief komið í 2. sæti

Lagið Grief eftir Keflvíkinginn Svein Björgvinsson er komið í 2. sæti á Popp og rokk vinsældarlista tónlistarsíðunnar Soundclick.com. Lagið var í 7. sæti á þriðjudag og hefur því hoppað upp um fimm sæti á síðustu dögum. Lagið sem er í fyrsta sæti listans er í 25. sæti aðallista tónlistarsíðunnar. Það verður því vonandi ekki langt að bíða þangað til lagi Sveins verði komið á aðalsíðu Soundclick. Tónlistarvefurinn Soundclick.com er einn sá stærsti í heiminum og á hverjum mánuði eru 50 þúsund ný lög sett á vefinn og um það bil 6 þúsund hljómsveitir skrá sig á hverjum mánuði. Listinn er uppfærður daglega. Hægt er að hlusta á lagið á vefsíðunni með því að fara á slóðina: http://www.soundclick.com/genres/chartsSub.cfm?genre=Pop&subgenre=127

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024