Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laghentur Neyðarkall í Njarðvík
Föstudagur 6. nóvember 2015 kl. 16:15

Laghentur Neyðarkall í Njarðvík

Björgunarsveitirnar standa í stórri fjáröflun þessa helgina en Neyðarkallinn er nú boðinn til sölu. Að þessu sinni er Neyðarkallinn fulltrúi í bílaflokki björgunarsveitanna og heldur á drifskafti úr bíl og hefur hjólbarða sér við hlið.

Það var því við hæfi að Guðmundur Freyr Valgeirsson hjá Laghentum, bifreiðarverkstæði í Njarðvík, keypti einn af stóru Neyðarköllunum en kallinn er bæði boðinn sem lyklakippa og einnig sem stytta sem er hugsuð fyrir fyrirtæki sem vilja sýna stuðning sinn í verki og stilla fram Neyðarkallinum á áberandi stað.

Á myndinni eru þau Hanna Vilhjálmsdóttir og Bjarni Rúnar Rafnsson með Guðmund Frey og Neyðarkallinn á milli sín en hjá Laghentum standa menn í bifreiðaviðgerðum alla daga.

Ljósmynd: Haraldur Haraldsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024