Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 22. október 2002 kl. 09:43

Laggott og þjált nafn á sorpeyðingarstöð óskast

Vegna fyrirhugaðrar byggingar á fullkomnstu sorpbrennslu landsins, ásamt endurvinnslustöð, vill SS efna til samkeppni um nafn á hinni nýju sorpbrennslu. Nafnið skal vera laggott og þjált í munni. Æskilegt er að það hafi skírskotun til umhverfisins eða starfseminnar.Besta tillagan að mati dómnefndar mun hljóta 50.000 kr. í verðlaun. Dregið verður um vinningshafa, ef tveir eða fleiri þátttakendur eru með sömu tillögu.
Síðasti skilafrestur tillagna er 1. nóvember 2002. Tillögurnar skulu berast í lokuðum umslögum með fullu nafni, heimilisfangi og síma og sendast til:

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.,
260 Fitjum, Njarðvík.
„Nafnsamkeppni“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024