Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagfæringar á Sólarvéum
Fimmtudagur 11. apríl 2013 kl. 13:57

Lagfæringar á Sólarvéum

Ari Jóhannesson hleðslumaður hóf í gær lagfæringar á Sólarvéum sem standa við íþróttahúsið í Grindavík, en það hefur verulega látið á sjá. Sólarvéið var hannað af Tryggva Hansen á sínum tíma og nokkuð umdeilt. Ari sagði við heimasíðu Grindavíkurbæjar að verkið tæki nokkra daga enda væru sólarvéin illa farin.

Höfundur verksins, Tryggvi Hansen, er heiðinn maður og er gott að hafa hin fornu trúarbrögð í huga þegar Sólarvéið er skoðað. Hringlaga formin gefa í skyn samfélagsmyndina. Þau eiga rætur sínar að rekja til bronsaldar, tíma frjósemi og lífsgleði, þegar sólin og jarðgyðjan voru dýrkaðar. Hringurinn með eldinn og vatnið innan sinna vébanda er tákn frumþorpsins.  Í gegnum mitt Sólarvéið liggur gjá en hún er í farvegi annarrar gjár og er hluti sprungukerfis sem liggur í gegnum Grindavík endilanga, allt Reykjanesið, landið og landgrunnið, en Ísland er á mótum tveggja fleka milli heimsálfanna Evrópu og Ameríku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Texti og myndir af vef Grindavíkurbæjar.