Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lagfæra öryggissvæði Grindavíkurvegar
Grindavíkurvegur.
Mánudagur 3. júlí 2017 kl. 10:38

Lagfæra öryggissvæði Grindavíkurvegar

-Malbika þrjá kafla á Grindavíkurvegi og einn á Austurvegi í Grindavík

Til stendur að lagfæra öryggissvæði Grindavíkurvegar, sem hluta af sérstakri öryggisaðgerð. Í það verkefni hefur verið veitt 20 milljónum króna. Í því felst meðal annars að lagfæra hvassar brúnir sem eru við malbikskanta, hreinsa stórgrýti úr vegsvæði og lagfæra fláa við veginn.

Þrír kaflar á Grindavíkurvegi verða malbikaðir í sumar. Tveir stuttir og einn lengri upp af Seltjörn. Þá verður væntanlega eitthvað unnið við holuviðgerðir á veginum líka. Einnig verður kafli á Austurvegi í Grindavík malbikaður, frá tjaldstæðinu og að Hópsbraut. Einnig eru vegrifflur á miðjunni á Grindavíkurvegi, þannig að fræsa þarf nýja þar sem nýtt malbikslag verður sett.

Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Víkurfrétta um malbikun á þjóðvegum á Suðurnesjum í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024