Lag Svenna Björgvins í efsta sæti vinsældarlista
Sveinn Björgvinsson tónlistarmaður úr Keflavík heldur áfram að gera það gott með lög sín á vinsældarlistum á netinu. Lagið „Don´t you forget about me“ situr þessa dagana í 1. sæti á Pop AAA vinsældarlistanum á tónlistarvefnum Soundclick.com. Sveinn sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri ánægður með árangurinn.
„Lagið er búið að vera tvo síðustu daga í 2. sæti en náði 1. sætinu
í gær. Það er búin að vera mikil traffík inná síðuna mína undanfarna
daga, um 3-5oo manns á dag.“
Lagið „Grief“ sem Sveinn samdi vermdi toppsæti vinsældarlista á tónlistarvefnum Soundclick.com fyrir stuttu en á vefsíðu Sveins má heyra nokkur laga hans og þar á meðal „Grief“.
Heimasíða Sveins Björgvinssonar.
Pop AAA vinsældarlisti Soundclick.com.
„Lagið er búið að vera tvo síðustu daga í 2. sæti en náði 1. sætinu
í gær. Það er búin að vera mikil traffík inná síðuna mína undanfarna
daga, um 3-5oo manns á dag.“
Lagið „Grief“ sem Sveinn samdi vermdi toppsæti vinsældarlista á tónlistarvefnum Soundclick.com fyrir stuttu en á vefsíðu Sveins má heyra nokkur laga hans og þar á meðal „Grief“.
Heimasíða Sveins Björgvinssonar.
Pop AAA vinsældarlisti Soundclick.com.