Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lafmóður innbrotsþjófur þurfti læknishjálp
Föstudagur 30. júní 2006 kl. 11:30

Lafmóður innbrotsþjófur þurfti læknishjálp

Tveir innbrotsþjófar voru staðnir að verki í Húsasmiðjunni um klukkan 04:30 í morgun, Öryggiskerfi verslunarinnar sendi innbrotsboð og skömmu síðar var starfsmaður Brunavarna Suðurnesja kominn á staðinn ásamt lögreglu sem handtóku viðkomandi aðila á flótta frá staðnum.

Kalla þurfti til sjúkrabíl frá Brunavörnum Suðurnesja vegna öndunarörðuleika hjá öðrum innbrotsaðilanum. Viðkomandi aðilar hafa áður komið við sögu lögreglu.
 
Frekar annasamt var hjá BS síðasta sólarhringinn. Sex útköll voru vegna sjúkraflutinga, þar af eitt umferðaróhapp við Leikskólann Heiðarsel, þar sem tvennt var flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofunnar Suðurnesja. Meiðsl voru þó ekki talin alvarleg. Sjö önnur útköll voru vegna öryggiskerfa, öll voru minniháttar að undanskyldu innbroti í Húsasmiðjuna, eins og áður sagði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024